Jackman vinnur frækilegt björgunarafrek

Hugh Jackman
Hugh Jackman AFP

Ástralski leikarinn Hugh Jackman vann frækilegt björgunarafrek í gær þegar hann bjargaði fimmtán ára gömlum syni sínum og öðrum manni frá drukknun á Bondi ströndinni við Sydney.

Myndskeið sem tekið var upp á ströndinni og sýnt á Nine Network sést leikarinn aðstoða mann út úr ölduróti og á land áður en hann bjargar fimmtán ára gömlum syni sínum, Oscar, út úr öldurótinu.

Þar sést leikarinn einnig aðstoða fleiri út úr öldunum þegar þær flæða frá landi en að sögn fólks sem var á ströndinni á þessum tíma breyttust aðstæður skyndilega og urðu margir skelfingu lostnir. Jackman virtist hins vegar halda ró sinni allan tímann og aðstoða þá sem þurftu hjálp við að komast út úr öldunum.

Ein þeirra sem var í sjónum á þessum tíma segir að 20 mínútum áður hafi sjórinn verið lyng og öldurnar litlar. En allt í einu hafi risavaxnar öldur komi að og margir fyllst skelfingu þegar aldan tók þá með sér út. Í frétt Nine kemur fram að Hugh Jackman hafi beðist undan viðtali enda hafi honum verið mjög brugðið eftir á. Loka þurfti ströndinni vegna þessa þar sem það þótti of hættulegt fyrir fólk að fara í sjóinn.

Jackman er nýkominn heim eftir að hafa ferðast um heiminn við að kynna nýjustu mynd sína, Eddie the Eagle.

Frétt Guardian

mbl.is