Avicii hættir tónleikaferðalögum

Tim Bergling, betur þekktur sem Avicii, á tónleikum árið 2015.
Tim Bergling, betur þekktur sem Avicii, á tónleikum árið 2015. AFP

Sænski tónlistarmaðurinn Tim Berling, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Avicii, er á leið í sitt síðasta tónleikaferðalag árið 2016. Hann greinir frá þessu í bréfi til aðdáenda sinna á vefsíðu sinni.

Þar segist hann vera þakklátur fyrir öll tækifærin sem árangur hans í tónlist hefur gefið honum og að hann sé lánsamur að hafa fengið að ferðast um allan heim til þess að spila tónlist. „En ég hef of lítið eftir fyrir líf manneskjunnar sem er á bak við listamanninn,“ skrifar hann.

Avicii sem talinn er vera einn fremsti plötusnúður í heimi ætlar þó að halda áfram að gera tónlist þó svo að hann muni ekki koma aftur fram á tónleikum - eða í það minnsta ekki á næstunni.

„Fyrir hálfum mánuði keyrði ég í gegnum Bandaríkin með vinum mínum og samstarfsfólki til þess að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Það varð til þess að ég átttaði mig á því að ég yrði að gera breytingu á ákveðnum hlutum,” skrifaði hann.

Vann til Billboard-verðlauna

Avicii vakti mikla athygli með fyrstu plötu sinni, True, sem kom út árið 2013. Þar var að finna lög á borð við Wake Me Up og Hey Brother sem voru mikið spiluð í útvarpsstöðvum hérlendis. Árið 2014 vann hann til Billboard-verðlaunanna með laginu Wake Me Up þegar það var valið besta útvarpslagið og besta Dance/Electro lag ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson