Tjáir sig um átröskunina

Bandaríska leikkonan Jane Fonda þjáðist af átröskun á sínum yngri …
Bandaríska leikkonan Jane Fonda þjáðist af átröskun á sínum yngri árum. AFP

Leikkonan og líkamsræktarfrömuðurinn Jane Fonda skrifaði á dögunum hreinskilinn pistil þar sem hún tjáir sig um átröskun sem hún þróaði með sér á unglingsárunum. Pistillinn birtist á vefsíðu Lenu Dunham, Lenny.

„Faðir minn var vanur að biðja stjúpmæður mínar að segja mér að leggja af og ganga í efnismeiri pilsum. Ein stjúpa mín útlistaði síðan fyrir mér allar þær breytingar sem ég þyrfti að gera á líkama mínum ef ég ætti að ná mér í kærasta,“ sagði Fonda, en nefndi þó engin nöfn.

„Líkt og þrjár af fimm eiginkonum föður míns þróaði ég með mér átröskun, líklega til að fylla upp í tómarúmið. Þar af leiðandi var það að hluta til ekki mitt rétta sjálf sem ég kynnti heiminum. Ósjálfrátt valdi ég síðan karlmenn sem myndu aldrei taka eftir veikleika mínum vegna eigin vandræða með fíkn og annarra erfiðleika.“

Þegar Fonda síðan varð sextug áttaði hún sig á því að hún þyrfti að græða sárin sem hún kennir feðraveldinu um.

„Ég vildi ekki komast á leiðarenda án þess að hafa gert allt sem í mínu valdi stendur til þess að verða sterk kona sem er óhrædd við að láta rödd sína heyrast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson