„Hann er ekki bara stór limur“

Dagur er hlutgerður í greininni.
Dagur er hlutgerður í greininni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 „Hann fyllir út í gallabuxurnar, ef þið náið því sem við erum að segja um „typpið“ hans sem er Íslenska fyrir „buxnabein“. En hann er ekki bara stór limur, fallegt andlit, fjöldi háskólagráða og konungur heillar borgar. Hann spilar líka borðspil!“

Svona er borgarstjóra Reykjavíkur, Degi B. Eggertssyni, lýst í bandaríska veftmiðlinum Wonkette sem segir Dag vera maður hvers mjólkurhristingur fær alla strákana og stelpurnar til að koma í garðinn.

Miðillinn gefur sig út fyrir að birta satíru um málefni líðandi stundar sem og slúður úr heimi stjórnmálanna. Greinin sem fjallar um Dag ber fyrirsögnina „Fine ass Reykjavik mayor is your new political sexxx fantasy of the week“ og er sögð nýjasta innleggið í liðinn „Gaurar sem Wonkette er DTF.“ Skammstöfunin stendur fyrir „Down To Fuck“ eða „til í að ríða“.

„Við vitum ekki hvort fólk á Íslandi gefi hvort öðru gælunöfn eins og „Big D“ en okkur finnst það viðeigandi [fyrir Dag],“ stendur í byrjun greinarinnar. Orðið „Big“ þýðir að sjálfsögðu stór og „D“ er oft notað í stað „Dick“ sem er orð yfir getnaðarlim karla.

„Stundum er hann með skeggvöxt og stundum ekki, allt eftir því hvað þú ert í stuði til að glápa á á hverri stundu.“

Tekið er fram að Dagur sé giftur Örnu Dögg Einarsdóttur lækni sem muni skera hvern þann sem reynir að stela honum með skurðhníf.

Færslan er skrifuð af Evan Hurst, ritstjóra Wonkette. Þó lesa megi úr greininni satíru á kynjaðar og kynferðislegar umfjallanir um konur er erfitt að segja til um nákvæmlega hver tilgangurinn er með hlutgervingu Dags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant