Í litríkri mexíkóskri ávaxta-regnkápu

Ragnkápa Mendoza vakti athygli blaðamanns.
Ragnkápa Mendoza vakti athygli blaðamanns. mbl.is/Kristín Edda Frímannsdóttir

Þau Laila Chatila frá Þýskalandi og Ulises Mendoza frá Mexíkó eru stödd hér á landi á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Regnkápa Mendoza vakti athygli blaðamanns mbl.is en hana saumaði hann sjálfur úr ódýru mexíkósku plasti.

Chatila var á ferðlagi um Ísland þegar hún heyrði af hátíðinni og ákvað að skella sér á hana en Mendoza er mættur sérstaklega hingað til lands til að upplifa hátíðina. „Það er allt svo fallegt hér og sólarlaginu er erfitt að lýsa,“ segir Mendoza.  Hann var ánægður með tónleika Radiohead í gær og bíður spenntur eftir hljómsveitinni Deftones.

„Mér fannst sviðið of lítið fyrir Radiohead, þeir hefðu átt að spila úti á stóra sviðinu,“ segir Chatila. Þá er hún hneyksluð yfir því að tveir skjáir á hátíðinni hafi verið notaðir til að sýna leik Ísland og Ungverjalands. „Fótboltaáhugamenn verða bara að fara eitthvað annað til að horfa á leikinn, þetta á ekki heima á svona festivali.“ Hún er þó ánægð með tónlistarúrvalið á hátíðinni og segist hafa farið á tónleika hjá mörgum íslenskum hljómsveitum sem hún er afar ánægð með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant