Öll bönd úti í miðnætursólinni

Die Antwoord spiluðu á sunnudagskvöld í Laugardalshöllinni.
Die Antwoord spiluðu á sunnudagskvöld í Laugardalshöllinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er miðnætursólarhátíð þannig að ég vil vera með öll bönd úti. Radiohead vildu vera inni en í framtíðinni munum við sleppa öllum böndum sem vilja ekki spila úti í miðnætursólinni,“ segir Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi Secret Solstice-hátíðarinnar.

Óánægjuraddir hafa heyrst um skipulagningu á hátíðinni sem fram fór um síðustu helgi. Tónleikar hljómsveitarinnar Radiohead voru inni í nýju Laugardalshöllinni og myndaðist því röð snemma á föstudag fyrir utan hana. Friðrik segir að vegna öryggisaðstæðna hafi þurft að takmarka aðgang inn í höllina. „Svona er þetta á öllum stórum hátíðum og við gerðum það besta í stöðunni.“ Hann segir þó að erfitt hafi verið að eiga við fólk sem var að svindla sér fremst í raðirnar.

Þá voru tónleikar suðurafrísku rappsveitarinnar Die Antwoord færðir inn í gömlu Laugardalshöllina þar sem seinkun varð á komu sveitarinnar til landsins vegna forfalla flugumferðarstjóra. Friðrik segir þann lærdóm sem draga megi af atvikinu þann að passa upp á það á næsta ári að allar hljómsveitir verði komnar til landsins degi áður en þær eiga að koma fram.

Gestir ánægðir á tónleikum Sturla Atlas.
Gestir ánægðir á tónleikum Sturla Atlas. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gerðum þetta fyrir okkar fólk 

Friðrik segir allt hafa verið reynt til þess að ekki þyrfti að aflýsa tónleikum hljómsveitarinnar. „Það er mjög leiðinlegt að einhverjir hafi misst af þessu en við gerðum okkar allra besta. Kostnaðurinn sem við lentum í við að breyta sviðinu inni var gífurlegur en við gerðum þetta fyrir okkar fólk sem var komið á hátíðina til að bera hljómsveitina augum.“

Í heildina er Friðrik ánægður með hátíðina sem fór fram með friðsamlegum hætti. „Það voru engin slagsmál og engin læti í fólki, bara góður fílingur í dalnum.“ Að lokum segir Friðrik að mikill heiður hafi verið að fá Radiohead til að spila og að sjálfsögðu hafi því allt verið gert fyrir hljómsveitina. „En á næsta ári munum við bæta úr þessu og passa upp á að engin stór bönd spili inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant