Stóri skjálfti verður kvikmynd

Auður Jónsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Valgerður Benediktsdóttir.
Auður Jónsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Valgerður Benediktsdóttir. mbl

Í dag undirrituðu Auður Jónsdóttir rithöfundur, Tinna Hrafnsdóttir, leikkona, leikstjóri og framleiðandi, og Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr metsölubók Auðar, Stóra skjálfta, sem fyrirtæki Tinnu, Freyja Filmwork, mun framleiða. Margrét Örnólfsdóttir verður annar tveggja handritshöfunda. Stóri skjálfti kom út hjá Máli og menningu fyrir síðustu jól og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin hlaut ennfremur Íslensku bóksalaverðlaunin og tilnefningu til Menningarverðlauna DV.

„Ég er verulega ánægð og þakklát fyrir traustið. Þetta er gríðarlega sterk og áhrifamikil saga og margt við efnistök höfundar sem er mjög spennandi fyrir kvikmyndamiðilinn. Að fá Margréti Örnólfsdóttur til liðs við okkur er líka mikill fengur,“ segir Tinna. 

Skáldsögur Auðar Jónsdóttur hafa vakið athygli hér heima og erlendis fyrir fágæta blöndu af nístandi einlægni og húmor. Fyrir Fólkið í kjallaranum hlaut Auður Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin fyrir Ósjálfrátt. Báðar þessar skáldsögur voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson