Kaleo náði toppsæti Billboard

Hljómsveitin Kaleo er að gera góða hluti í Bandaríkjunum.
Hljómsveitin Kaleo er að gera góða hluti í Bandaríkjunum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hljómsveitin Kaleo náði toppsæti bandaríska Billboard-listans í Alternative-flokki með lagið sitt Way Down We Go.

Kaleo er þar með þriðja hljómsveitin sem nær þessu árangri á þessu ári, þ.e. að ná toppsætinu með sitt fyrsta lag á listanum, samkvæmt frétt Billboard.

Hinar hljómsveitirnar eru Nothing But Thieves með lagið Trip Switch og The Strumbellas með lagið Spirits.


Way Down We Go var í 23 vikur að ná toppsætinu, eftir að hafa náð 35. sæti sína fyrstu viku á lista í mars síðastliðnum. Það er lengsti tíminn sem hefur tekið fyrir lag að ná toppsætinu síðan Foals náðu því með lagið Mountain í sinni 32. viku á lista.

 Lag Kaleo hafði áður náð 8. sæti  í Adult Alternative-flokki Billboard-listans í mars.

Önnur hljóðversplata Kaleo, A/B, og sú fyrsta sem fer á markað í Bandaríkjunum náði 3. og 4. sæti í Alternative Albums-flokki og Top Rock Albums-flokki fyrr í sumar með því að seljast í 17 þúsund eintökum.

Frétt mbl.is: Kaleo með söluhæstu plötuna

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler