Matt Bellamy, einn þriggja í hljómsveitinni Muse, hefur verið duglegur að fanga augnablikin í Íslandsferðinni. Hljómsveitin hélt tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 6. ágúst og heimsótti einnig meðal annars Gullfoss og Langjökul.
Bellamy deilir nokkrum myndskeiðum á Instagram-aðgangi sínum og eru þau tekin með myndavél sem hann hefur komið fyrir á flygildi. Í einu myndskeiðinu má sjá hann sitja við Gullfoss ásamt fleira fólki og er hann með fjarstýringu í höndunum. Þess má geta að hann situr í grasinu, fyrir utan bandið sem gestir staðarins eiga ekki að fara yfir.
Hér má sjá myndskeið frá Langjökli.