Depp og Heard ná sáttum

Johnny Depp og Amber Heard.
Johnny Depp og Amber Heard. AFP

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Johnny Depp og fyrrverandi eiginkona hans Amber Heard hafa komist að samkomulagi utan dómstóla um skilnað þeirra í kjölfar þess að Heard dró til baka ásakanir í garð Depps um að hann hefði beitt hana líkamlegu ofbeldi.

Hjónin fyrrverandi tilkynntu þetta í dag samkvæmt frétt AFP. Heard féll einnig frá því að framlengja nálgunarbann sem hún hafði fengið á Depp. Fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra að 18 mánaða hjónaband þeirra hafi verið mjög tilfinningaríkt og á tímum sveiflukennt en hafi engu að síður alltaf verið byggt á kærleika.

Hvorugt þeirra hafi sett fram rangar ásakanir í hagnaðarskyni. Aldrei hafi verið ætlunin að valda líkamlegu eða andlegu tjóni. Heard óski Depp alls hins besta í framtíðinni. Samkomulag er um að Depp greiði Heard 7 milljónir bandaríkjadala. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson