Thornton segir ásakanir Depp uppspuna

Johnny Depp og Amber Heard standa í hatrömmum skilnaði.
Johnny Depp og Amber Heard standa í hatrömmum skilnaði. AFP

Mikið hefur verið rætt um skilnað leikaranna Johnny Depp og Amber Heard, enda er hann sérlega hatrammur.

Þá hefur leikkonan sakað Depp um að hafa beitt sig grófu ofbeldi, en hún fékk á sínum tíma dæmt nálgunarbann á hendur leikaranum.

Heard heldur því einnig fram í málsskjölum að Depp hafi sakað hana um að eiga í ástarsambandi við Billy Bob Thornton, en þau léku á móti hvort öðru í kvikmyndinni London Fields, líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Samkvæmt málsskjölum á Depp að hafa skorið einn fingurgóm sinn af og skrifað skilaboð með blóði og málningu á spegil á heimili sínu. Þar heldur hann því fram að Heard hafi sængað hjá Thornton, en ljósmyndir af skilaboðunum sem og af fingri leikarans, hafa verið lagðar fram sem sönnunargögn í máli Heard.

Thornton segir ásakanirnar á hendur honum algeran uppspuna, og neitar því alfarið að hann hafi átt í sambandi við leikkonuna. Þá segir hann jafnframt að samband þeirra hafi einungis verið af faglegum toga.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað í mars og segir Heard Depp hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá kemur einnig fram í frétt Daily Mail að tökur á Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, hafi tafist verulega vegna áverka Depps.

Billy Bob Thornton og Amber Heard léku á móti hvort …
Billy Bob Thornton og Amber Heard léku á móti hvort öðru í kvikmyndinni London Fields. Stilla London Fields
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson