Beyonce stjarna kvöldsins

Beyonce á MTV Video Music-hátíðinni í Madison Square Garden í …
Beyonce á MTV Video Music-hátíðinni í Madison Square Garden í gærkvöldi. AFP

Bandaríska tónlistarkonan Beyonce kom, sá og sigraði á myndbandaverðlaunahátíð MTV í gærkvöldi.

Alls fór Beyonce heim með átta verðlaunagripi af hátíðinni en myndskeið Formation var valið myndskeið ársins. Beyonce var tilnefnd til 11 verðlauna á hátíðinni. 

Myndskeiðið með laginu Formation á plötu hennar Lemonade var tekið upp í New Orleans undir áhrifum kreóla í borginni og hip-hop-senunni þar. Hún tileinkaði verðlaunin íbúum New Orleans á hátíðinni á Madison Square Garden í New York í gærkvöldi. 

Beyonce átti sviðið á hátíðinni í gærkvöldi er hún flutti tónlistargaldur af Lemonade. Tókst henni meðal annars að skipta um fatnað án þess að fara af sviðinu á meðan það logaði.

AFP-fréttastofan segir að það hafi verið göldrum líkast að fylgjast með því þegar skothvellir heyrðust, þá féllu dansarar hennar, hvítklæddir, á jörðina í rauðri þoku. Myndskeiðið með Formation, sem leikstýrt er af Melina Matsoukas, er tengt hreyfingunni Black Lives Matter sem berst gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum.

Beyonce bauð mæðrum fjögurra ungra svartra Bandaríkjamanna sem hafa verið skotnir til bana. Um er að ræða mæður Michael Brown, Eric Garner, Oscar Grant og Trayvon Martin. 

Martin, 17 ára, var skotinn til bana árið 2012 af hvítum manni, George Zimmerman, sjálfboðaliða á nágrannavakt í hverfi í Flórída. Brown, Garner og Grant voru allir drepnir af lögreglumönnum.

Alicia Keys.
Alicia Keys. AFP

Söngkonan Alicia Keys átti einnig stórleik á hátíðinni í gærkvöldi þegar hún flutti ljóð sem var innblásið af Martin Luther King Jr. sem flutti eina af eftirminnilegustu ræðum sögunnar, Ég á mér draum, í Washington fyrir 53 árum.

Frétt mbl.is: Svartir límonaði-galdrar

Kanye West.
Kanye West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant