„Hvað varstu að hugsa?“

Miranda Kerr og Orlando Bloom áður en leiðir skildu.
Miranda Kerr og Orlando Bloom áður en leiðir skildu. AFP

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr skilur ekkert í fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Orlando Bloom, en nektarmyndir af honum gerðu allt vitlaust fyrr í sumar.

Leikarinn var staddur í fríi með kærustu sinni, söngkonunni Katy Perry, þegar óprúttnir ljósmyndarar smelltu af myndunum sem fljótlega fóru í mikla dreifingu á netinu.

„Guð minn góður, hann sendi mér skilaboð og sagði, ég skammast mín mikið en það er von á ljósmyndum sem þú ættir kannski að vita af,“ sagði fyrirsætan í útvarpsviðtali á dögunum.

„Ég sagði bara, hvað varstu að hugsa? Í alvörunni, hvað varstu að hugsa? Augljóslega hugsaði hann bara ekki neitt.“

Þá grínaðist Kerr einnig með að senda leikaranum sundskýlu, líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Kerr og Bloom voru gift í nokkur ár og eiga saman fimm ára soninn Flynn. Kerr er nú trúlofuð stofnanda SnapChat, Evan Spiegel, en Bloom á eins og áður sagði í sambandi við Katy Perry.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.