Ísland veitir mikinn innblástur

Sissel Kyrkjebø.
Sissel Kyrkjebø. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér þykir þetta mikill heiður hvað Íslendingar sýna tónleikum mínum mikinn áhuga. Það er orðið nokkuð síðan ég var hér síðast og það er yndislegt að fá svona hlýjar móttökur,“ segir norska söngkonan Sissel Kyrkjebø sem heldur þrenna tónleika í Eldborg í Hörpu í desember.

Upphaflega stóð til að Kyrkjebø syngi á aðeins einum tónleikum, 11. desember, en þar sem þeir miðar seldust upp á örskotsstundu var ákveðið að bæta við aukatónleikum þann sama dag. Þeir miðar fóru einnig fljótt svo nú hafa þriðju tónleikarnir verið settir á dagskrá; 12. desember. Miðasala á þá tónleika hefst fimmtudaginn 15. september.

Kyrkjebø segir það forréttindi að fá loksins að sjá Ísland í grænum litum, með laufguð tré en hún er stödd hérlendis til að sinna kynningarstarfsemi og hitta fjölmiðla fyrir tónleikana í desember.

„Í Noregi er afar heitt núna, 24 stiga hiti og yfir, sem er mjög óvenjulegt fyrir þennan árstíma en það er búið að vera mjög heitt í Noregi í allt sumar. Það er því gott að komast hingað í aðeins „eðlilegra“ og kaldara loftslag og ekki síst að fá að sjá Ísland á öðrum árstíma. Í þessi þrjú skipti sem ég hef komið hingað hefur það alltaf verið í desember, þótt ég reyndar kunni ekki síður að meta Ísland í þeim skrúða,“ segir söngkonan og bætir við að hún sé alltaf á leiðinni hingað til lands með dætur sínar í ferðalag.

„Ísland hefur svo ótrúlega mörg sérkenni sem hafa alltaf sterk áhrif á mig þegar ég kem hingað og veita mér mikinn innblástur. Fyrst og fremst er það þessi ótrúlega náttúra en það er líka fólkið sjálft og umhverfið; tískan, hönnunin, allt þetta sem er að gerast hjá ykkur í menningunni.“

Hvað geturðu sagt komandi tónleikagestum um hvernig tónleikum þeir mega eiga von á í Eldborg?

„Þessir tónleikar eru nokkuð ólíkir þeim sem ég var með síðast árið 2012. Ég byrjaði með þessa dagskrá í Noregi fyrir um fjórum árum og í stað þess að blanda saman jólatónlist og klassískri tónlist er þetta blanda af jólatónlist og sálartónlist og gospel.

Þetta eru samt fyrst og fremst jólatónleikar og fyrir mér snúast jólin um hefðir, gleði og hamingju. En einnig það að líta til baka; hugleiða hvað hafi gerst á árinu. Sjálf fer ég yfir það í huganum á aðventunni hvernig árið var, hugsa til þeirra sem mér þykir vænt um, fólks sem er kannski ekki lengur meðal okkar. En svo hefur maður orkuna og spennuna og allt það sem fylgir jólunum þegar maður er barn.

Ég reyni að blanda öllum þessum tilfinningum inn í tónleikana og klassísku jólalögin kalla þetta allt fram en líka sálartónlistin sem er svo hjartnæm.“

Þrír sálarsöngvarar frá London munu koma fram með Kyrkjebø en það eru þeir Wayne Hernandez, Sam White og Phebe Edwards en þeir hafa allir sungið með stjörnum á borð við Tinu Turner, Duran Duran, Annie Lennox og Adele.

Þá mun hinn 18 ára gamli tenór Ari Ólafsson syngja dúett með Kyrkjebø en síðast þegar hann söng með stórsöngkonunni var hann 14 ára gamall drengjasópran. Íslendingar þekkja Ara að góðu – til að mynda úr söngleiknum Oliver þar sem hann söng titilhlutverkið árið 2009.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler