Hélt þeir ætluðu að drepa sig

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var viss um að mennirnir tveir sem réðust inn í lúxusíbúð hennar í París í Frakklandi í gærkvöldi ætluðu að drepa sig. Þetta hafa miðlar vestanhafs eftir heimildarmanni stjörnunnar, en meðal annars er fjallað um málið á vefsíðu E! News.

Frétt mbl.is: Árásin á Kardashian í hnotskurn

Mennirnir voru dulbúnir sem lögreglumenn, en samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Frakklands hótuðu þeir starfsmanni móttöku setursins með byssu, handjárnuðu hann og neyddu hann til að opna hurðina inn í íbúð Kardashian. 

Þegar þangað var komið eru þeir sagðir hafa handjárnað Kardashian, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið þá að þyrma lífi sínu og sagt þeim að hún ætti tvö ung börn. Börn hennar voru ekki í herberginu. Hún var svo læst inni á baðher­bergi á meðan ræn­ingjarn­ir létu greip­ar sópa. Þeir tóku m.a. farsíma og skar­gripi. Lög­regl­an í Frakklandi hef­ur greint frá því að ráns­feng­ur­inn sé met­inn á 10 millj­ón­ir evra eða tæp­an 1,3 millj­arð í ís­lensk­um krón­um.

Kardashian er sögð í miklu áfalli eft­ir árás­ina sem var skipu­lögð í þaula, en alls tóku fimm manns þátt í árásinni. Mennirnir flúðu á reiðhjólum og eru enn ófundnir. 

Ekki er enn ljóst hvort að skar­grip­irn­ir voru í eigu Kim Kar­dashi­an sjálfr­ar eða hvort hún hafði fengið þá að láni vegna tísku­vik­unn­ar í Par­ís en til­gang­ur heim­sókn­ar henn­ar til Par­ís­ar var að vera viðstödd tísku­vik­una.

Kim Kar­dashi­an fór frá Frakklandi í einkaþotu í morg­un. Hún hafði þá gefið lög­regl­unni skýrsl­um, að sögn inn­an­rík­is­ráðherr­ans. Til henn­ar sást fara um borð í þot­una í morg­un og þar var líf­vörður­ hennar í fylgd með henni. Talsmaður Kar­dashi­an seg­ir að hún hafi orðið fyr­ir miklu áfalli en hins veg­ar hafi hún sloppið á meiðsla. Hún er nú komin heim til Kanye West, eiginmanns síns.

West var meðal þeirra sem kom fram á hátíðinni Mea­dows í New York í gær. Hann steig á svið ein­um og hálf­um klukku­tíma seinna en hann átti að gera og hóf söng und­ir dynj­andi flug­elda­sýn­ingu. Eft­ir um það bil klukku­stund á sviðinu hætti West skyndi­lega í miðju lagi og sagði: Mér þykir þetta leitt en sýn­ing­unni er lokið og yf­ir­gaf sviðið. 

Eng­ir úr Kar­dashi­an fjöl­skyld­unni hafa tjáð sig op­in­ber­lega um málið frá því að árás­in átti sér stað í nótt. Ekki hef­ur verið staðfest hvar börn Kim voru á meðan rán­inu stóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley