Lax, kartöflumús og mjólkurglas fyrir Bieber

Justin Bieber fékk sér mjólk með matnum.
Justin Bieber fékk sér mjólk með matnum. AFP

Justin Bieber er ekki á flæðiskeri staddur, enda á hann fúlgur fjár. Hann virðist þó ekki hafa dýran smekk, enda er einfaldleikinn stundum bestur.

Söngvarinn er þessa stundina staddur í London, þar sem hann er á tónleikaferðalagi. Í stað þess að fara á fokdýran veitingastað ákvað kappinn að snæða á hverfiskrá, þar sem hann gæddi sér á laxi og kartöflumús. Síðan skolaði hann kræsingunum niður með mjólk.

Starfsfólk krárinnar, sem býður upp á tveggja rétta máltíð fyrir 1.400 krónur, var himinlifandi með hinn fræga gest.

„Hann pantaði lax, kartöflumús og mjólkurglas. Hann var ekki að drekka áfengi. Við geymdum glasið, ég held að ein stúlkan hafi tekið það með sér heim. Það hefur ekki verið þvegið,“ sagði ein starfsstúlka krárinnar í samtali við Mirror.

Bieber hefur reynt að láta lítið fyrir sér fara undanfarið, en á dögunum skellti hann sér í dulargervi þegar hann var staddur í Amsterdam.

Frétt mbl.is: Bieber fer huldu höfði í Amsterdam.

Justin Bieber er augljóslega mikill brandarakall, en hann reyndi að …
Justin Bieber er augljóslega mikill brandarakall, en hann reyndi að dulbúa sig á dögunum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler