Verðandi konungur Taílands skrautlegur

Krónprins Taílands Maha Vajiralongkorn.
Krónprins Taílands Maha Vajiralongkorn. mbl.is/AFP

Konungur Taílands, Bhumibol Adulyadej, lést fyrir nokkrum dögum. Taílendingar syrgja óumdeildan konung til 70 ára. Fjölmiðlar eru þó farnir að velta fyrir sér hverjir komi til greina sem næsti konungur landsins. Einn þeirra sem til greina kemur er 64 ára gamall sonur konungsins, krónprins Maha Vajiralongkorn.

Þessi mynd var tekin 1955 af Bhumibol Adulyadej konungi Taílands …
Þessi mynd var tekin 1955 af Bhumibol Adulyadej konungi Taílands og drottningunni Sirikit. Þarna eru þau með börnum sínum tveimur þeim Ubol Ratana og Maha Vajiralongkorn. mbl.is/AFP

Sá er ansi skrautlegur og ekki eins óumdeildur og pabbinn. Hann er marggiftur sem ekki er frásögur færandi en myndband af honum og einni konu hans hefur vakið athygli. Þar sjást hjónin fagna afmæli púðluhundsins Foo Foo og er eiginkonan aðeins klædd g-streng og borðar afmæliskökuna ásamt hundinum úr hundaskál.

Hundurinn Foo Foo er greinilega hæfileikaríkur að mati krónprinsins því hann ákvað m.a. að gera hann að stjórnanda í taílenska flughernum auk þess sem hann mætir reglulega í fínum fötum ásamt krónprinsinum í öll fínu boðin. Það kæmi ekki á óvart þó þessi ágæti maður verði umfjöllunarefni dægurmiðla ef hann verður næsti konungur Taílands.

mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson