Segir Ungfrú Ísland of feita

Arna Ýr Jóns­dótt­ir var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015.
Arna Ýr Jóns­dótt­ir var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015. Eggert Jóhannesson

Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland 2015, fékk skilaboð frá eiganda keppninnar Miss Grand International að hún þyrfti nauðsynlega að grenna sig fyrir lokakvöld keppninnar sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 25. október.

Arna Ýr tjáði sig um málið á Snapchat aðgangi sínum fyrr í kvöld.

„Ég fékk skilaboð frá eigenda keppninnar að ég væri of feit, að ég þyrfti að léttast fyrir lokakvöldið,“ segir Arna Ýr á Snapchat. Þá var hún hvött til að sleppa því að borða morgunmat, borða bara salat í hádegismat og drekka vatn á kvöldin fram að keppni. Fjórir dagar eru í lokakvöld Miss Grand International.

Keppnin fer fram í Las Vegas og hefur það að markmiði að „stöðva stríð og ofbeldi,“ líkt og fram kemur á heimasíðu keppninnar. Þá eru einkunnarorð keppninnar „Fegurð með ætlunarverk“ eða „Beauty with a mission.“ Keppnin er á meðal fimm stærstu fegurðarsamkeppna í heiminum í dag, ásamt Miss Universe, Miss World, Miss International og Miss Supranational. Eigandi og stofnandi keppninnar er tælenski sjónvarpsþáttastjórnandinn Nawat Itsaragrisil.

Arna Ýr hefur dvalið í Las Vegas í tvær vikur …
Arna Ýr hefur dvalið í Las Vegas í tvær vikur þar sem hún hefur undirbúið sig fyrir keppnina Miss Grand International. Ljósmynd/Facebook síða Örnu Ýrar

Arna Ýr hefur undirbúið sig undir keppnina í langan tíma og dvalið í Bandaríkjunum frá 8. október. Hún segist nú ekki vera viss um hvort hana langi að taka þátt í keppninni eftir skilaboðin sem hún fékk.

„Hann sagði þetta af því að honum líkar vel við þig og vill að þú komist langt í þessari keppni,“ voru skilaboðin sem Arna Ýr fékk frá talsmönnum eigandans.  

„Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég fari að létta mig á hann á ekki skilið að hafa mig í topp 10 ef honum líkar ekki við mig eins og ég er. Já, ég er með aðeins stærri axlir en sumar stelpurnar hérna en það er af því að ég var í landsliðinu í frjálsum íþróttum og ég er stolt af því. Auðvitað tek ég þessi komment ekki inn á mig, en að gera sitt allra besta og fá svo að vita þetta..,“ sagði Arna Ýr, áður en tár fóru að leka niður kinnarnar. „Persónulega finnst mér ég vera fullkomin eins og ég er.“

Arna Ýr segist ekki hafa áhuga á að gera sitt besta í keppninni eftir að hafa fengið þessi skilaboð. „Þetta er staðfest síðasta keppni sem ég tek þátt í,“ segir hún á Snapchat. 

Hægt er að fylgjast með Örnu Ýr á Snapchat undir notendanafninu arnayr.

Arna Ýr fékk þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún …
Arna Ýr fékk þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún væri of feit. Ljósmynd/Af Facebook síðu Örnu Ýrar
mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú sýnir öðrum samstarfsvilja muntu koma ótrúlega miklu í verk. Góð stund í faðmi hennar læknar allt. Vertu á varðbergi og bíddu eftir tækifæri til að láta það rætast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú sýnir öðrum samstarfsvilja muntu koma ótrúlega miklu í verk. Góð stund í faðmi hennar læknar allt. Vertu á varðbergi og bíddu eftir tækifæri til að láta það rætast.