Brad Pitt hreinsaður af öllum grun

Brad Pitt í Madrid í gærkvöldi.
Brad Pitt í Madrid í gærkvöldi. AFP

Bandaríski leikarinn Brad Pitt hefur verið hreinsaður af öllum grun um að hafa misþyrmt syni sínum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandarísku alríkislögreglunni (FBI).

Ásakanir voru bornar á Pitt um að hafa brotið á 15 ára gömlum syni sínum, Maddox, um borð í flugvél á leið frá Frakklandi til Los Angeles í september. Eiginkona Pitts, Angelina Jolie, sakaði hann um að hafa slegið drenginn.

Í tilkynningu sem FBI sendi frá sér í gærkvöldi kemur fram að niðurstaða FBI sé, eftir að hafa farið yfir málavexti, að ekki sé ástæða til þess að rannsaka málið frekar. Engin kæra hafi verið gefin út vegna málsins. 

Brad Pitt við auglýsingu fyrir myndina Allied í Madrid í …
Brad Pitt við auglýsingu fyrir myndina Allied í Madrid í gærkvöldi. AFP

Þetta er í annað skiptið sem Pitt er hreinsaður af sök í málinu en fyrir tveimur vikum birti félagsþjónusta Los Angeles yfirlýsingu um að ekkert bendi til þess að Pitt hafi slegið drenginn. Sú niðurstaða var byggð á viðtölum við Pitt, Jolie, börn þeirra sem og vitni.

Brad Pitt og franska leikkonan Marion Cotillard mættu á frumsýningu …
Brad Pitt og franska leikkonan Marion Cotillard mættu á frumsýningu á Allied í Madrid í gærkvöldi en þau fara með aðalhlutverk myndarinnar. AFP

Jolie fór fram á skilnað í september. Hún fer fram á að fá fullt forræði yfir börnunum þeirra sex. Pitt, sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir að framleiða kvikmyndina 12 Years a Slave (2013), hefur verið í sambandi við börnin sex og fer fram á sameiginlegt forræði yfir þeim.

Brad Pitt og Marion Cotillard
Brad Pitt og Marion Cotillard AFP

Eins og staðan er í dag þá er Jolie með forræði yfir börnunum tímabundið og býr með þeim í húsi sem hún leigir í Los Angeles. Pitt var viðstaddur frumsýningu myndarinnar Allied í Madrid á Spáni í gærkvöldi en hann leikar aðalhlutverk myndarinnar ásamt frönsku leikkonunni Marion Cotillard.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler