Fjörutíu og sjö ára með líkama ofurfyrirsætu

Ljósmynd/Instagram

Catherine-Zeta Jones fór ekki leynt með línurnar er hún spókaði sig á ströndum Mexíkó í vikunni. Leikkonan sem er fjörutíu og sjö ára gömul sýndi tónaðan líkama sinn klædd bikiníi einu saman en eins og sjá má er hún í þrusu formi.

Jones sem er í rómantísku fríi með eiginmanni sínum Michael Douglas sem kominn er á áttræðisaldurinn virðist geisla af hamingju og deilir hún gleðinni óspart með aðdáendum sínum á Instagram-síðu sinni.

Hjónin fóru tímabundið í sundur árið 2013 en virðast hafa fundið hamingjuna á ný.         

Jones er eins og sjá má fantaformi.
Jones er eins og sjá má fantaformi. Ljósmynd/Instagram
Hjónin á góðri stund í Mexíkó.
Hjónin á góðri stund í Mexíkó. Ljósmynd/Instagram
Hamingjusöm hjón!
Hamingjusöm hjón! Ljósmynd/Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina