Ekki lengur óvinkonur

Æskuvinkonurnar Paris Hilton og Kim Kardashian virðast hafa samið frið.
Æskuvinkonurnar Paris Hilton og Kim Kardashian virðast hafa samið frið. Instagram/Paris Hilton

Heimsbyggðin getur andað léttar þar sem tvær frægustu óvinkonur heims hafa grafið stríðsöxina.

Kim Kardashian og Paris Hilton stilltu sér saman upp á mynd sem að Hilton deildi á Instagram reikningi sínum. Jafnframt kom í ljós að þær voru farnar að elta hvor aðra á Instagram sem eins og allir samfélagsmiðlasérfræðingar vita er til marks um að gott sé á milli viðkomandi.

Deilan milli þeirra hefur verið eins sú langlífasta í Hollywood en enginn virðist vita almennilega af hverju hún hófst. Einhverjir segja að Hilton hafi ekki þolað það þegar Kardashian, sem hafði í gegnum tíðina verið skósveinn hennar, varð „frægari“ en hún.

Frægðarsól Hilton brann fljótt upp og starfar hún í dag sem plötusnúður auk þess að vera löggildur meðlimur í samfélagi ríkra og frægra í Hollywood-hæðum á meðan Kardashian veldið heldur áfram að stækka.

Reyndar má með sanni segja að velgengni Kim Kardashian sé hreint með ólíkindum og þrátt fyrir að almenningsálitið hafi verið gegn henni til að byrja með og fólk hafi misjafnar skoðanir á henni og fjölskyldu sinni verður það aldrei tekið af henni að hún hefur markaðssett sjálfa sig á snjallan hátt og haft erindi sem erfiði.

Í nýlegu viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 mínútur var Kardashian spurð að því hvernig hún færi að þessu. Hún væri ekki góð í neinu sérstöku og hefði takmarkaða hæfileika. Hún svaraði því rólega til að hún væri mjög góð í að vera Kim Kardashian og hefði nýtt alla þá möguleika sem í því fólst. Það væri eitthvað.

Paris Hilton
Paris Hilton AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant