„Hún breytti lífi mínu“

Meghan Markle í Afríku.
Meghan Markle í Afríku. Skjáskot/DailyMail

Meghan Markle er svo sannarlega að slá í gegn og fregnir af góðgerðastarfi hennar í Afríku berast nú víða. Er talið að Harry Bretaprins hafi hrifist af henni vegna starfa hennar í þágu bágstaddra en hún er sendiherra World Vision hjálparsamtakanna í Kanada.

Markle hefur meðal annars heimsótt þorp í Rúanda þar sem miklar breytingar hafa orðið á lífi fólk. Aðgangur að hreinu vatni eru meðal þess sem hjálparsamtökin hafa beitt sér fyrir en Markle virðist staða kvenna líka vera mikilvæg. Þannig hefur hún talað við ungar stúlkur um mikilvægi menntunar og að draumar þeirra geti ræst sé viljinn fyrir hendi.

Breska pressan hefur fylgst náið með málinu og í viðtali sem tekið var við nokkrar ungar stúlkur í Rúanda þar sem Markle hafði heimsótt báru þær henni allar söguna vel og sögðu hana hafa hvatt sig og breytt hugsunarhætti þeirra.

Ein stúlkan sagði meðal annars:

„Ég ætla að verða læknir þegar ég er orðin stór. Hún breytti lífi mínu.“

Enn önnur stúlka talaði um að Markle væri vinkona hennar.

Minna störf Markle um margt á móður Harry, Díönu prinsessu, sem helgaði líf sitt góðgerðarstarfi og var Afríka henni sérlega hugleikin.

Meghan Markle.
Meghan Markle. Skjáksot Women's Health
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant