Ráðgátan á bak við hármakkann leyst

Hár Donald Trumps hefur lengi verið á milli tannanna á …
Hár Donald Trumps hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Skjáskot Wall Street Journal

Dr. Harold Bornstein, læknir Donald Trumps, hefur opinberað hvert leyndarmálið á bak við ljónsmakkann umtalaða er.

Samkvæmt Bornstein tekur Trump lyf sem inniheldur virka efnið finasteride, en það er bæði notað við blettaskalla hjá karlmönnum, sem og góðkynja vexti í blöðruhálskirtli.

„Hann er enn með allt sitt hár og ég er með allt mitt hár,“ sagði læknirinn í viðtali við The New York Times, en sjálfur tekur hann lyfið til að halda axlasíðu hári sínu í góðu standi.

Lyfið kemur í veg fyrir að testósterón ummyndist í hormón sem nefnist DHT (e. dihydrotestosterone), en það orsakar skalla hjá karlmönnum.

Dr. Harold Bornstein er með þennan fína makka.
Dr. Harold Bornstein er með þennan fína makka. Skjáskot / The New York Times
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson