Blöskrar að símtalinu hafi verið lekið

George Michael lést í desember.
George Michael lést í desember. /AFP

Fjölskyldu söngvarans George Michael, sem lést á jóladag í fyrra, blöskrar að upplýsingum úr símtali við neyðarlínuna daginn sem George dó hafi verið lekið í fjölmiðla. Í yfirlýsingu frá lögmanni fjölskyldunnar kemur fram að fjölskyldan óski eftir því að „tekið verði á sökudólgnum með viðeigandi hætti“. Sjúkrabílaþjónustan sem sinnti útkallinu segir að rannsókn sé hafin á málinu.

„Fjölskylda George og vinir eru virkilega miður sín og blöskrar yfir því að persónulegri, sársaukafullri og augljóslega viðkvæmri upptöku hafi verið lekið,“ segir í yfirlýsingunni. „Við trúum því að hver sá sem hefur samband við viðbragðsaðila í neyðartilfellum sem þessu ættu að geta treyst því að upptökum sé ekki lekið til fjölmiðla og það er virkilega vekur erfiðar tilfinningar hjá fjölskyldunni að afrit og hljóðupptökur hafi verið gerðar opinberar,“ segir jafnframt.

„Við tökum málum er varða trúnaðarbrest mjög alvarlega og höfum undir eins hafið rannsókn,“ segir talskona sjúkrabílaþjónustunnar. Ekki hefur fengist endanleg niðurstaða krufningar um dánarorsök söngvarans en talið er líklegt að hann hafi látist úr of stórum skammti fíkniefna.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson