Enn tekist á um fósturvísana

Loeb og Vergara slitu sambandi sínu árið 2014.
Loeb og Vergara slitu sambandi sínu árið 2014. Skjáskot / E!

Undanfarin ár hafa Sofia Vergara og fyrrverandi unnusti hennar, Nick Loeb, tekist á um tvo frysta fósturvísa sem búnir voru til meðan samband þeirra stóð. Ætlunin var að láta staðgöngumóður ganga með barnið, eða börnin, en bæði undirrituðu Vergara og Loeb samning sem fól í sér að fósturvísarnir yrðu ekki notaðir án samþykkis beggja aðila.

Frétt mbl.is: Vergara tjáir sig um fósturvísana

Loeb hefur undanfarin tvö ár reynt að fá forræði yfir fósturvísunum og segir hann að samkvæmt trú sinni hafi líf þegar kviknað. Þá segir hann jafnframt að skuli fósturvísarnir verða áfram á ís jafngildi það því að drepa þá.

Vergara hefur þurft að standa í ströngu undanfarin ár, en samkvæmt frétt TMZ hefur hún nú farið fram á að dómari bindi endi á forræðisdeiluna og hreinlega banni Loeb að halda baráttu sinni áfram.

Samkvæmt dómsskjölum fer hún einnig fram á skaðabætur vegna málaferlanna.

Leikkonan er nú gift Joe Manganiello.
Leikkonan er nú gift Joe Manganiello. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant