Bieber sakaður um líkamsárás

Justin Bieber er sakaður um líkamsárás, en hann er sagður …
Justin Bieber er sakaður um líkamsárás, en hann er sagður hafa kýlt aðdáanda sinn. AFP

Justin Bieber sætir rannsókn vegna líkamsárásar sem á að hafa átt sér stað síðasta sumar.

Maður á fertugsaldri lagði fram skýrslu hjá lögreglunni í Cleveland, en hann heldur því fram að söngvarinn hafi ráðist á hann og veitt honum þrjú hnefahögg. Þá segir hann enn fremur að lífverðir söngvarans hafi einnig látið nokkur högg dynja á honum.

Maðurinn, sem heitir Rodney Cannon, segist hafa beðið söngvarann um eiginhandaráritun, en hann hafi ekki verið á þeim buxunum. Þá hafi Cannon tekið ljósmynd af Bieber, sem reitti hann enn frekar til reiði. 

Eins og fram kemur í frétt Sky segist Cannon hafa þurft að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi í kjölfar árásarinnar.

Cannon er sagður hafa beðið svo lengi með að fylla út skýrslu vegna þess að hann vildi útkljá málið með Bieber sjálfum, en fregnir herma að honum hafi ekki orðið kápan úr því klæðinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bieber kemst upp á kant við lögin, en síðasta vetur náðist myndband af söngvaranum þar sem hann sést kýla ungan aðdáanda í andlitið.

Frétt mbl.is: Bieber kýldi aðdáanda

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant