Bowie með tvenn Brit-verðlaun

Leikarinn Michael C. Hall tók við verðlaunum Davids Bowie fyrir …
Leikarinn Michael C. Hall tók við verðlaunum Davids Bowie fyrir besta breska sólótónlistarmanninn. AFP

Tónlistarmaðurinn sálugi, David Bowie, átti bestu bresku plötuna og var kjörinn besti breski sólótónlistarmaðurinn á Brit-verðlaunahátíðinni sem var haldin í kvöld.

Bowie varð þar með fyrsti tónlistarmaðurinn til að hljóta Brit-verðlaun eftir dauða sinn. 

Bowie, sem lést í janúar 2016, varð hlutskarpari en Craig David, Michael Kiwanuka, Kano og Skepta sem voru einnig tilnefndir í síðarnefnda flokknum.  

Robbie Williams tók lagið á hátíðinni í kvöld.
Robbie Williams tók lagið á hátíðinni í kvöld. AFP

Í fyrrnefnda flokknum voru einnig tilnefndar plötur frá The 1975, Kano, Michael Kiwanuka og Skepta.

Fyrr í mánuðinum hlaut síðasta plata Bowie, Blackstar, fimm Grammy-verðlaun.

Ed Sheeran og Stormzy.
Ed Sheeran og Stormzy. AFP

Besta breska sólótónlistarkonan var kjörin Emeli Sande, sem skaust á stjörnuhimininn með tónleikum sínum á Ólympíuleikunum í London.

Einnig voru tilnefndar Anohni, Ellie Goulding, Lianne La havas og Nao.

Little Mix fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Shout Out …
Little Mix fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Shout Out To My Ex. AFP

Besta breska hljómsveitin var kjörin The 1975, sem kemur frá borginni Manchester. Aðrar tilnefndar voru Radiohead, Biffy Clyro, Bastille og Little Mix.

Rag´N´Bone Man var kjörinn besti nýliðinn en þar voru Stormzy og Skepta einnig tilnefndir.

Emeli Sande.
Emeli Sande. AFP

Annars látins tónlistarmanns, George Michael, var minnst á hátíðinni. Hann lést á jóladag, 53 ára.

Fyrrverandi félagi hans úr Wham!, Andrew Ridgeley, steig á svið ásamt dúóinu Pepsi & Shirlie.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.