Segir Pitt vera góðan föður

Angelina Jolie, Brad Pitt og hluti barna þeirra, á meðan …
Angelina Jolie, Brad Pitt og hluti barna þeirra, á meðan allt lék í lyndi. AFP

Angelina Jolie setti netið á hliðina þegar hún sótti um skilnað frá barnsföður sínum, leikaranum Brad Pitt, á síðasta ári.

Skilnaðurinn var framan af fremur hatrammur og var Pitt meðal annars sakaður um að hafa veist að syni sínum um borð í einkaþotu þeirra. Hann var þó seinna meir hreinsaður af öllum grun, en hann hafði sætt rannsókn bæði alríkislögreglunnar og félagsmálayfirvalda í Los Angeles.

Jolie og Pitt hafa hingað til ekki viljað tjá sig um skilnaðinn við fjölmiðla, en Jolie gaf þó kost á viðtali á dögunum þar sem hún greindi frá því að þótt hún hafi skilið við eiginmanninn muni hann alltaf tilheyra fjölskyldunni.

Frétt mbl.is: „Við munum alltaf vera fjölskylda“

Jolie, sem er í óða önn að kynna nýjustu kvikmynd sína First They Killed My Father, greindi síðan frá því í sjónvarpsviðtali í gær að hún teldi Pitt vera góðan föður. Greint er frá þessu í frétt Contact Music.

„Að sjálfsögðu,“ sagði leikkonan, spurð að því hvort hún teldi Pitt vera gott foreldri. „Við munum alltaf vera fjölskylda,“ bætti leikkonan svo við.

Angelina Jolie ásamt börnum sínum.
Angelina Jolie ásamt börnum sínum. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.