Sambandið við Kardashian versta tímabil ævinnar

Fjölmiðlar eltu parið á röndum meðan á sambandi þeirra stóð.
Fjölmiðlar eltu parið á röndum meðan á sambandi þeirra stóð. Skjáskot / Just Jared

Körfuboltakappinn James Harden vandar fyrrverandi kærustu sinni, raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian, ekki kveðjurnar og segir að samband þeirra hafi verið versta tímabil sem hann hefur upplifað.

„Mér líkaði ekki öll athyglin. Að mínu mati var hún óverðskulduð. Ég fékk ekkert út úr þessu, nema það að nafn mitt og andlit birtist víða. Og ég hef ekkert við það að gera. Þetta var svo sem ekki óþægilegt, en þetta var ekki fyrir mig,“ sagði Harden í viðtali, en minntist þó ekki beinum orðum á Kardashian.

„Ég þarf ekki myndir af mér í fjölmiðlum þar sem ég sést keyra bílinn minn, hverjum er ekki sama? Myndir af hvers konar skóm ég klæðist, hverjum er ekki sama. Hvað ég borða, hverjum er ekki sama? Þetta voru svona alls kyns óþarfir hlutir sem fóru síðan að hafa áhrif á liðsfélaga mína,“ bætti körfuboltakappinn við.

Eins og fram kemur í frétt Mirror voru Harden og Kardashian par í tæpt ár, en leiðir þeirra skildi í byrjun síðasta árs. Raunveruleikastjarnan á núna í sambandi við Tristan Thompson, sem einnig er körfuknattleiksmaður.

James Harden kunni ekki vel að meta athyglina sem samband …
James Harden kunni ekki vel að meta athyglina sem samband hans og Kardashian fékk. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson