Stjórnlaus sjúkdómur segir Teigen

Chrissy Teigen og eiginmaður hennar John Legend.
Chrissy Teigen og eiginmaður hennar John Legend. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen hefur glímt við fæðingarþunglyndi allt frá því hún eignaðist dóttur sína, Luna, í fyrra. Hún segir að þetta geti komið fyrir hvern sem er og sé sjúkdómur sem þú hefur enga stjórn á. Teigen treysti sér ekki út úr húsi dögum saman og var jafnvel ófær um að fara á milli staða á heimili sínu.

Chrissy Teigen skrifar um veikindi sín í opnu bréfi sem hún ritar í bandaríska tímaritið Glamour og er þetta í fyrsta skipti sem hún talar opinberlega um þunglyndið. Hún og eiginmaður hennar, söngvarinn John Legend, eignuðust Lunu í apríl. Guardian greinir frá þessu.

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP

Teigen segir að hún hafi komist að því í desember að hún glímdi fæðingarþunglyndi og hún hafi ákveðið að tala um það opinberlega til þess að fólk geri sér grein fyrir því að þetta getur komið fyrir hvern sem er.

Þegar Teigen sneri aftur til vinnu í sjónvarpsþættinum Lip Sync Battle fjórum mánuðum eftir fæðingu Lunu áttaði hún sig á því að eitthvað var öðruvísi en áður.

„Ég hafði allt sem þarf til þess að vera hamingjusamur. En stærstan hluta síðasta árs var ég óhamingjusöm. Það sem í raun allir í kringum mig vissu – fyrir utan mig sjálfa þangað til í desember – var að ég glímdi við fæðingarþunglyndi,“ skrifar Teigen í Glamour.

Hún lýsir því hvernig hún hafi setið í myrkrinu heima hjá sér allan daginn og verið ófær um að fara á milli herbergja. Hvað þá út fyrir hússins dyr. „Hvernig gat mér liðið svona þegar allt var svo frábært?“ spyr Teigen.

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend.
Hjónin Chrissy Teigen og John Legend. AFP

Að sögn Teigen tók á að sætta sig við sjúkdómsgreininguna og það hafi tekið á að jafnvel ræða það. Teigen er auk þess að vera heimsþekkt fyrirsæta þekkt fyrir að hika ekki við að tjá sig á samfélagsmiðlum um ýmis málefni. En það að ræða fæðingarþunglyndið hafi tekið verulega á enda hafi hún upplifað sig sjálfselska og skrýtna. 

Hvernig slíkt geti komið fyrir manneskju sem eigi allt og fái alla þá aðstoð sem hún þarf á að halda. „Ég lifi frábæru lífi. Ég fæ alla þá aðstoð sem ég þarf á að halda: John, mamma (sem býr með okkur) og barnfóstru. En fæðingarþunglyndi mismunar ekki. Ég réð ekkert við þetta og það er ein ástæða þess að það tók mig svo langan tíma að viðurkenna það.“

Teigen segist hafa ákveðið að ræða þetta opinberlega svo fólk átti sig á því að fæðingarþunglyndi spyr ekki um stétt né stöðu og að hún vilji að aðrar konur sem glími við sama vandamál átti sig á því að þær eru ekki einar.

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson