Marshall-húsið opnað

Í dag verður Marshall-húsið opnað formlega en þar verður sýningaraðstaða Nýlistasafnsins, Kling & Bang og Ólafs Elíassonar ásamt því að veitingastaður og vinnustofur verða þar. mbl.is kom við í húsinu í gær þegar verið var að leggja lokahönd á frágang hússins og fyrstu sýninganna.

Þorgerður Ólafsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, er að vonum ánægð með aðstöðuna sem safnið hefur fengið en það hefur þurft að flytja starfsemina margoft. „Þetta breytir miklu fyrir safnið sjálft en þetta breytir líka miklu fyrir myndlistarsenuna og menningarlífið í Reykjavík. Það er það sem við erum að horfa til, að við sjáum fram á uppgang myndlistar á næstunni sem er ofboðslega spennandi.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.