Hægt að kaupa Melaniu Trump salami

Melania Trump er notuð til þess að selja salami-pylsur.
Melania Trump er notuð til þess að selja salami-pylsur. mbl.is/AFP

Slóvenski vínframleiðandinn Decanter er byrjaður að framleiða salami, krem og gæðavín undir nafninu forsetafrúin. Framleiðandinn kemur frá litlum slóvenskum bæ nálægt borginni sem Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, ólst upp í og þaðan er nafnið komið samkvæmt Time. 

Starfsmaður Decanter segist ekki vera hræddur við að Melania Trump muni fara í mál við þá enda segjast þeir búa til frábært salami. 

Ferðamönnum hefur fjölgað í Slóveníu og eru margir framleiðendur sem hugsa sér gott til glóðarinnar með því að nota forsetafrú Bandaríkjanna í markaðssetningu sinni. 

 

 

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is