Níunda barnabarn Trump á leiðinni

Eric Trump og Lara.
Eric Trump og Lara. AFP

Níunda barnabarn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er á leiðinni í heiminn. Sonur hans Eric greindi frá því á Twitter að hann og eiginkonan hans Lara eigi von á sínu fyrsta barni í september.

Forsetinn tísti til baka þar sem hann sendi þeim hamingjuóskir sínar. Kvaðst hann jafnframt vera mjög stoltur.

Donald Trump á fyrir átta barnabörn. Elsti sonur hans Donald Jr., sem er 39 ára, á fimm börn og dóttir hans Ivanka, 35 ára, á þrjú börn.

Forsetinn eignaðist þau Eric, Ivönku  og Donald Jr. með fyrrverandi eiginkonu sinni Ivönu Trump.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is