Nýtti tímann og svaf í brúðkaupsferðinni

Díana og Karl giftu sig árið 1981.
Díana og Karl giftu sig árið 1981. mbl.is/AFP

Díana prinsessa lýsir brúðkaupsferð sinni og Karls Bretaprins sem kærkomnu fríi til þess að sofa. Þetta skrifaði hún í bréf sem verður boðið upp í næsta mánuði. 

Því hefur verið haldið fram að hjónabandið hafi verið ástlaust og gefur bréfið góða innsýn í hjónaband Díönu og Karls samkvæmt The Telegraph en erfiðleikar virðast hafa einkennt sambandið allt frá byrjun.

Hjónin giftu sig árið 1981, þau hættu saman árið 1992 en gengu ekki frá skilnaðinum fyrr en fjórum árum seinna. 

Það geislaði ekki alltaf af hjónunum.
Það geislaði ekki alltaf af hjónunum.
mbl.is