Obama afþakkar tilboð um fyrirsætustörf

Malia Obama með föður sínum.
Malia Obama með föður sínum. mbl.is/AFP

Malia Obama, elsta dóttir Baracks Obama, hefur að sögn Daily Mail reglulega afþakkað tilboð um fyrirsætustörf. 

Malia Obama er 18 ára og er í starfsnámi hjá Hollywood-myndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar vinnur hún við að lesa yfir handrit. Hún stefnir síðan á nám við Harvard í haust. 

Obama er hávaxin og þykir vaxtarlag hennar henta vel til þess að ganga tískupalla. Hún hefur hins vegar engan áhuga á því að vera í sviðsljósinu eins og pabbi hennar og hyggur á starfsframa á bak við myndavélarnar, ekki fyrir framan þær. 

Malia Obama hefur mikla útgeislun.
Malia Obama hefur mikla útgeislun. mbl.is/AFP
mbl.is