Þolir ekki að fljúga með börnin

Ryan Reynolds þolir ekki að fljúga með börnin sín.
Ryan Reynolds þolir ekki að fljúga með börnin sín. mbl.is/AFP

Leikarinn Ryan Reynolds er óhræddur við að tala um föðurhlutverkið. Nú síðast lýsti hann því yfir að hann þyldi ekki að fara í flug með börnunum sínum. 

E!Online greinir frá því að Reynolds hafi alltaf haft samúð með foreldrum, sérstaklega í flugvélum. „Áður en ég eignaðist börn hugsaði ég guð þetta hlýtur að vera erfitt. Maður sér foreldra svitna og stressast yfir því að krakkinn þeirra sé öskrandi,“ sagði leikarinn í viðtali.

Ryan Reynolds ásamt fjölskyldu sinni.
Ryan Reynolds ásamt fjölskyldu sinni. MARK RALSTON

Reynolds sem á börnin James og Ines með Goossip Girl-leikkonunni Blake Lively segir að hann mundi frekar láta sig hafa mjög hræðilega hluti en að sitja með þeim í flugvél. 

Leikarinn á þó sínar góðu hliðar i foreldrahlutverkinu og vakti tíst hans á Twitter athygli þegar hann tísti: „Ég horfði á Frozen með tveggja ára barninu mínu í morgun.“

Ryan Reynolds og Blake Lively.
Ryan Reynolds og Blake Lively. mbl.is/AFP
mbl.is