Þátttaka Rússa í Eurovision í uppnámi

Samoilova fær ekki að taka þátt í Eurovision.
Samoilova fær ekki að taka þátt í Eurovision. Ljósmynd/Skjáskot af Youtube

Úkraínsk yfirvöld hafa bannað rússnesku söngkonunni Juliu Samoilova að taka þátt í Eurovision í Kænugarði í maí vegna „ólöglegrar“ heimsóknar hennar til Krímskaga árið 2015.

Ákvörðunin var tilkynnt í dag. Samoilova, sem er 27 ára, kom fram á tónleikum á Krímskaga fyrir tveimur árum án þess að fara í gegnum hefðbundið vegabréfaeftirlit.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa sett að minnsta kosti 140 rússneska listamenn á svartan lista eftir að átökin um Krímskaga hófust árið 2014.

Rússnesk stjórnvöld hafa tjáð sig um ákvörðun Úkraínu og kalla hana „svívirðilega“.

Í sam­tali við AFP fyrr í mánuðinum sagðist söngkonan ekki búast við því að henni yrði bannað að koma til Úkraínu.„Ég veit það ekki. Ég held að þetta sé ekk­ert vanda­mál,“ sagði Samoi­lova. „Þetta verður að koma í ljós.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Dagurinn í dag er peningadagur. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Dagurinn í dag er peningadagur. Láttu hrakspár annarra lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni.