Gerir matreiðsluþætti í Brussel

Kristinn Guðmundsson.
Kristinn Guðmundsson. ljósmynd/Facebook

Kristinn Guðmundson listamaður og ástríðukokkur trúir því að það sé hægt vippa upp veislu hvar sem er með réttu áhöldunum en þar kemur skátabakgrunnurinn sterkur inn. Kristinn hefur vakið athygli fyrir skemmtilega matreiðsluþætti sem eru sýndir á Facebook og Youtube.

Af hverju ákvaðstu að búa til matreiðsluþætti?

Ég hef verið að elda síðan ég man eftir mér. Ég fluttist til Belgíu og með meistaranámi mínu þar vann ég á veitingastað í Brussel. Á milli verkefna set ég á mig svuntuna. En þrátt fyrir allt hef ég lítinn áhuga á að ná mikið lengra sem kokkur á veitingastað, ég hugsaði með mér að ég þyrfti að finna einhvern annan vinkil á þetta. Þá kom hugmyndin með að gera vefseríu þar sem ég elda rétti sem ég er að prófa mig áfram með.

Hvað finnst þér áhugavert í eldamennsku?

Það var útilegueldun sem tók hug minn. Sem hefur síðan þá þróast út í veislumat í útilegum. Ég geri pizzaofna úr jarðleir, heitreyki lax á spýtu og elda yfir opnum eldi.

Ætlarðu að gera marga þætti?

Það er enginn ákveðinn fjöldi af þáttum. Ég geri þá svo lengi sem ég hef tíma og nennu í að halda áfram. En þættirnir eru frumsýndir á fimmtudögum rétt fyrir hádegi á Facebook og Youtube. 

Hvernig mat finnst þér skemmtilegast að elda?

Spurningin er ekki „hvers konar mat“ heldur meira „hvernig“ því mér finnst ekki skemmtilegra að elda einn ákveðinn mat heldur en annan. Mér finnst allt bras skemmtilegt, setja mér skorður í eldamennsku, til dæmis með því að elda í stúdíóinu eða elda í útilegu, elda yfir opnum eldi eða reykja. Þá er ég ekkert endilega að tala um að reykja kjöt, því reyktir ostar, grænmeti eða ávextir geta verið algjört æði.

Hvað ætlarðu að bjóða áhorfendum upp á í næstu þáttum?

Ég ætla að byrja á því að elda upp úr bjór, sem er auðvitað í belgískri matargerð en hún er alveg hrikalega skemmtileg. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant