Geggjað stuð á SKAM-hátíð

Emma, Ásta, Katrín og Rakel voru í góðu stuði.
Emma, Ásta, Katrín og Rakel voru í góðu stuði.

Fjöldi ungmenna á aldrinum 14-17 ára lagði leið sína í Norræna húsið í gærkvöld þar sem sérstök SKAM-hátíð hófst með pomp og pragt. Myndbrot úr hinum geysivinsælu SKAM-þáttum voru sýnd á stórum skjá og diskótek haldið þar sem DJ Sunna Ben spilaði tónlist úr þáttunum við mikla hrifningu ungmennanna. Heildverslun John Lindsay sá um veitingarnar og þar voru Grandiosa-pítsurnar í aðalhlutverkinu en ungmennin í SKAM borða mikið af Grandiosa-pítsum í þáttunum. Íslensku ungmennin létu sitt ekki eftir liggja og hámuðu í sig pítsurnar með góðri lyst. Þess má geta að Grandiosa-pítsurnar eru vinsælustu pítsurnar í Noregi.

SKAM-hátíðin heldur áfram í Norræna húsinu um helgina en þá verður m.a. SKAM-maraþon þar sem allar þrjár seríur þáttanna verða sýndar á stórum skjá. Viðburðurinn er skipulagður af Kosegruppa sem samanstendur af 16 aðdáendum SKAM-þáttanna á aldrinum 14-17 ára. Aðdáendurnir ungu fengu norska sendiráðið á Íslandi til samstarfs við skipulagningu viðburðarins.

SKAM-þættirnir fjalla um hóp nemenda í Hartvig Nissen-menntaskólanum í vesturhluta Óslóar þar sem þeir læra að takast á við lífið og ástina. Þættirnir hafa náð ótrúlegum vinsældum en þeir eru framleiddir af norska ríkisútvarpinu NRK. Ríflega tvö þúsund Íslendingar skeggræða þættina í aðdáendahópi á Facebook og eru þeir vinsælustu þættir sem Norðmenn hafa framleitt. Að meðaltali horfa 1,2 milljónir manns á þættina í hverri viku.

Diljá, Sara og Steinunn skemmtu sér vel á SKAM-hátíðinni.
Diljá, Sara og Steinunn skemmtu sér vel á SKAM-hátíðinni.
Katla, Eva, Þorbjörg, Æsa og Líf borðuðu Grandiosa-pítsur með góðri …
Katla, Eva, Þorbjörg, Æsa og Líf borðuðu Grandiosa-pítsur með góðri lyst.
Anika, Ásgerður, Áróra og Úlfhildur létu sig ekki vanta.
Anika, Ásgerður, Áróra og Úlfhildur létu sig ekki vanta.
Egle, Lea, Kristín og Ásdís voru í góðum gír.
Egle, Lea, Kristín og Ásdís voru í góðum gír.
Rakel, Matthildur, Katrín og Emma eru miklir aðdáendur SKAM.
Rakel, Matthildur, Katrín og Emma eru miklir aðdáendur SKAM.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson