Ísland áberandi í Fast & Furious 8

Af tökustað Fast and the Furious 8 við Mývatn á …
Af tökustað Fast and the Furious 8 við Mývatn á síðasta ári. mbl.is/Birkir Fanndal

Hasarmyndin Fast & Furious 8 verður forsýnd hér á landi mánudaginn 10. apríl, eða eftir rúmar tvær vikur.

Myndin var að hluta til tekin upp á Mývatni og á Akranesi á síðasta ári. Fjölda fólks sem vann við tökurnar verður boðið á forsýninguna.  

Geir Gunnarsson, markaðsstjóri Myndforms sem sýnir Fast & Furious 8 hérlendis, er búinn að sjá myndina og segir hann að íslensk náttúra fái að njóta sín mjög vel í  henni. Telur hann að um 30 til 40 mínútna kafli myndarinnar gerist á Íslandi.

Fast & Furious 8 verður frumsýnd 12. apríl á Íslandi en þremur dögum síðar í Bandaríkjunum. Þar í landi heitir hún reyndar The Fate of the Furious.

Ísólfur Haraldsson, framkvæmdastjóri Bíóhallarinnar á Akranesi, segir að mikill spenningur sé fyrir myndinni á meðal bæjarbúa og hafa miðar á frumsýningu hennar rokið út í forsölu.

Á meðal leikara í myndinni eru Vin Diesel, Charlize Theron, Dwayne Johnson, Michelle Rodriguez og Jason Statham. 

Vin Diesel leikur aðalhlutverkið í myndinni.
Vin Diesel leikur aðalhlutverkið í myndinni. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mikla þörf fyrir að uppfræða aðra í dag. En það kostar tíma að skilja kjarnann frá hisminu og þann tíma þarftu að gefa þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mikla þörf fyrir að uppfræða aðra í dag. En það kostar tíma að skilja kjarnann frá hisminu og þann tíma þarftu að gefa þér.