Studiocanal kemur að Kötlu

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl

Viðræður samevrópska kvikmyndafyrirtækisins Studiocanal standa yfir við Baltasar Kormák um að kaupa spennuþáttaröðina Kötlu sem Baltasar ætlar að framleiða. Greint er frá þessu í Variety í dag. 

Studiocanal mun taka þátt í framleiðslu og annast sölu og dreifingu þáttanna erlendis en þáttaröðin er enn á handritsstigi. Líkt og nafn þáttaraðarinnar bendir til verður eldfjallið Katla áberandi í þáttunum. 

Kvikmyndaritið hefur eftir Baltasar Kormáki að Studiocanal sé mjög áhugasamt um verkefnið og að fyrirtækið sé stórfyrirtæki í Evrópu. Hann mun leikstýra Kötlu og verkefnið verður unnið af fyrirtæki hans, RVK Studios.

Baltasar Kormákur segir í viðtalinu við Variety að verkefnið hafi þegar vakið athygli og áhugi sé fyrir því að endurgera þættina. Katla verður bæði tekin upp á ensku og íslensku.

Þáttaröðin mun gerast í Reykjavík þegar Katla hefur gosið í tvö ár með tilheyrandi áhrifum á líf íbúa landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson