David Schwimmer og frú taka „pásu“

Hjónin hafa ákveðið að taka sér svolitla pásu frá sambandinu.
Hjónin hafa ákveðið að taka sér svolitla pásu frá sambandinu. Skjáskot Us Weekly

Leikarinn David Schwimmer, sem líklegast er þekktastur fyrir að hafa leikið hinn vinalega Ross í gamanþáttunum Friends, og eiginkona hans, Zoe Buckman, hafa ákveðið að taka sér pásu frá sambandinu.

„Með mikilli umhyggju, virðingu og vináttu höfum við ákveðið að taka okkur pásu á meðan við veltum fyrir okkur framtíð sambandsins,“ segir í orðsendingu frá hjónunum sem birtist á vef Us Weekly.

Schwimmer og Buckman hafa verið gift í tæp sjö ár og eiga saman dótturina Cleo, sem kom í heiminn árið 2011.

Þeir sem horft hafa á Friends muna eflaust eftir pásunni frægu sem Ross og Rachel tóku sér, og því líklegt að gárungar í netheimum eigi eftir að gera óspart grín að hjónakornunum Schwimmer og Buckman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Færni þín til að heilla aðra í dag er mikil. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til og látið ljós þitt skína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Færni þín til að heilla aðra í dag er mikil. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til og látið ljós þitt skína.