Kardashian-krúttin skemmtu sér í afmæli

North West virtist skemmta sér vel í Disneylandi.
North West virtist skemmta sér vel í Disneylandi. skjáskot/Daily Mail

North West, dóttir Kim Kardashian og Kanye West, fékk að fara með frændsystkinum sínum í Disneyland í tilefni af 38 ára afmæli Kourtney Kardashian. Raunveruleikastjarnan á þrjú börn með barnsföður sínum Scott Disick sem einnig var með í afmælisferðinni. 

Litlu Kardashian-krakkarnir virtust skemmta sér feykivel eins og sést á myndum sem birtust á vef Daily Mail.

Kourtney Kardashian og barnsfaðir hennar Scott Disick skemmtu sér ásamt ...
Kourtney Kardashian og barnsfaðir hennar Scott Disick skemmtu sér ásamt börnum sínum. skjáskot/Daily Mail
Kourtney Kardashian ásamt yngsta barni sínu, Reign.
Kourtney Kardashian ásamt yngsta barni sínu, Reign. skjáskot/Daily Mail
North West og frændi hennar Mason ásamt pabba Mason, Scott ...
North West og frændi hennar Mason ásamt pabba Mason, Scott Disick. skjáskot/Daily Mail
mbl.is