Gervais á miðbæjarrölti

Jane Fallon sést hér kíkja í búðarglugga á Skólavörðustíg. Það ...
Jane Fallon sést hér kíkja í búðarglugga á Skólavörðustíg. Það eru ekki margir á ferli enda frídagur á Íslandi. Svo er þetta heldur kuldalegur fyrsti sumardagur. Ljósmynd/Ricky Gervais

Breski leikarinn og spaugarinn Ricky Gervais er nú staddur á Íslandi, en hann verður með uppistand í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Hann er hér á landi ásamt Jane Fallon, unnustu sinni, og birti á Instagram-síðu sinni í morgun þessa ljósmynd af Fallon kíkja í búðaglugga í miðbæ Reykjavíkur. 

Svo virðist sem Gervais þyki full fáir á ferli í miðborginni því hann skrifar með myndinni í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Jane, að versla í Reykjavík ásamt öllum vinum sínum.“

Gervais ferðast nú um heiminn með sýninguna Humanity, sem er uppistandssýning hans í sjö ár. Hann kemur fram í Eldborg í Hörpu í kvöld. Strax seldist upp á hana þegar almenn miðasala hófst og var bætt við aukasýningu á morgun, en það er líka uppselt á hana.

Þetta er fimmta uppistandssýning Gervais og hafa hinar gengið mjög vel. 

mbl.is