Barnfóstran í mál við Mel B

Mel B.
Mel B. Ljósmynd/AFP

Fréttaveitan TMZ segir fyrrverandi barnfóstru Mel B ætla í mál við hana vegna ærumeiðinga. Í skilnaðardeilu Mel B og Stephen Belafonte komu fram gögn frá Mel B sem þóttu ærumeiðandi að mati barnfóstrunnar Lorraine Gilles. 

Kryddpían heldur því fram að barnfóstran hafi sofið hjá eiginmanni hennar, orðið ólétt eftir hann og farið í fóstureyðingu í kjölfarið. Hún heldur því einnig fram að Gilles og Belafonte hafi stolið peningum frá sér. 

Mel B og Stephen Belafonte.
Mel B og Stephen Belafonte. mbl.is/AFP
mbl.is