Einmana og einangruð sem móðir

Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. mbl.is/AFP

Breska konungsfjölskyldan tekur um þessar mundir þátt í átaki sem vinnur að því að opna umræðu um geðheilbrigðismál og hefur Harry Bretaprins talað um hvernig það var að missa móður sína. Samkvæmt Independent opnaði Katrín hertogaynja sig fyrr í vikunni og sagðist hafa fundið til depurðar eins og svo margar aðrar mæður. 

„Já, það getur verið einmanalegt stöku sinnum og manni getur fundist maður vera einangraður en það eru rauninni mjög margar mæður sem eru að fara í gegnum þetta nákvæmlega sama,“ sagði Katrín eftir að tvær mæður opnuðu sig um að að hafa tengst sterkum böndum eftir að þær höfðu báðar upplifað einmanaleika í kjölfar barnsburðar. 

mbl.is