Gervais ánægður með áhorfendur

Ricky Gervais var í banastuði í gær.
Ricky Gervais var í banastuði í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breski spaugarinn og leikarinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu í gær. Stemningin var mjög góð og ekki annað að heyra en að áhorfendur hafi skemmt sér afar vel. Það á einnig við um Gervais sem segir á Twitter-síðu sinni að áhorfendurnir hafi verið frábærir.

Eftir sýninguna í gær skrifaði hann á Twitter, lauslegri þýðingu: „Áhorfendur voru alveg frábæri í Hörpu. Get ekki beðið eftir því að endurtaka leikinn annað kvöld [í kvöld].“

Það var uppselt á sýningu Gervais í gær og það er sömuleiðis uppselt á sýninguna sem fer fram í Hörpu í kvöld. 

Frétt mbl.is: Ricky Gervais er að fitna og drekkur dósabjór í Hörpu

mbl.is