„Ég hef breyst svo mikið“

Kim Kardashian ræðir við Ellen DeGeneres.
Kim Kardashian ræðir við Ellen DeGeneres. Skjáskot af Youtube

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian kom fram í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær þar sem hún opnaði sig um þegar hún var rænd í París á síðasta ári. Þjófar brutust inn í leiguíbúð hennar í borginni, ógnuðu henni með byssu og stálu skartgripum sem metnir eru á meira en 10 milljónir Bandaríkjadala.

„Mér finnst eins og þetta hafi átt að koma fyrir mig,“ sagði Kardashian og byrjaði að gráta. „Ég hef breyst svo mikið.“ Ránið vakti gríðarlega athygli um allan heim og er það enn talið óupplýst. Stjarnan var bundin af ræningjunum og komið fyrir í baðkari á meðan þeir létu greipar sópa í íbúðinni.

Kardashian sagði DeGeneres að upplifunin hefði breytt viðhorfum hennar og forgangsröðun.

„Ég var glysgjörn, ég var upptekin af hlutum,“ sagði Kardashian en bætti við að það væri ekkert að því að vera stoltur af hlutum sem maður hafi unnið sér fyrir að eiga. „En mér er bara sama um þannig hluti núna.“

„Það er ekki þess virði,“ sagði stjarnan.

Hún sagði DeGeneres að rannsakendur teldu að ræningjarnir hefðu fylgt henni í mörg ár og fylgst grannt með skartgripasafni hennar. „Ég veit ekki hvort ég muni einhvern tímann aftur ganga með alvöruskartgripi,“ sagði Kardashian.

Þjófarnir brutust inn í íbúð Kardashian um klukkan 2:30 að staðartíma og ógnuðu dyraverði hennar með byssu. Neyddu þeir hann til þess að hleypa þeim inn í íbúð „eiginkonu rapparans“.

Kardashian sagði í viðtalinu að þegar mennirnir komu inn var hún „100% viss“ um að hún myndi deyja.

„Ég bað til Guðs, ég var bara ‚Ég veit að ég fer til himna, ég vona að það verði í lagi með börnin mín, manninn minn,“ sagði Kardashian með kökkinn í hálsinum.

En hún bætti við að hún vissi að ránið hefði getað farið mun verr. „Ég vil ekki hljóma vanþakklát. Ég er laus, ég er örugg. Ég er mun betri manneskja. Þetta er í lagi.“

Umfjöllun Washington Post um viðtalið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler