Hvernig í fjandanum fer maðurinn að?

Lior Suchard treður linnulítið upp um allan heim, ýmist í …
Lior Suchard treður linnulítið upp um allan heim, ýmist í margmenni eða fyrir fáa gesti í einu. Hér er hann með auðjöfrunum Warren Buffet og Bill Gates þegar hann brá á leik fyrir þá.
Lior Suchard er ísraelskur skemmtikraftur sem treður upp í Hörpu á þriðjudaginn. Hann er stundum kallaður meistari hugans en les hann virkilega hugsanir? Varla. En gaman hefur verið að fylgjast með Suchard í sjónvarpi síðustu ár og enn skemmtilegra er að lenda í klóm hans, eins og blaðamaður reyndi.

Etirminnilegt er þegar Suchard brá á leik fyrir Jay Leno og James Corden í sjónvarpinu og nærri var liðið yfir gamla brýnið Larry King af undrun þegar Suchard mætti í spjallþátt hans á CNN. Ísraelinn gat sér þá rétt til um hvað fyrsta kærasta Kings hét! Stelpan sú hét Goldie, sem er ekki ýkja algengt nafn, og sá gamli þá aðeins 15 vetra.

Aldrei verður líklega upplýst um hvernig sá ísraelski stundar þessa andlegu fimleika en undarleg tilfinning að upplifa það á eigin skinni hvað honum tekst.

Lior Suchard, ísraelski skemmtikrafturinn sem kallaður hefur verið meistari hugans.
Lior Suchard, ísraelski skemmtikrafturinn sem kallaður hefur verið meistari hugans.
Nýleg, dagsönn frásögn af slíkri upplifun er svohljóðandi:

Suchard situr við síma í Ísrael á fimmtudaginn var.

„Ertu við tölvu?“ spyr hann manninn á hinum enda línunnar.

„Þar sem þú ert fyrsti íslenski blaðamaðurinn sem ég tala við skulum við gera smátilraun,“ segir Suchard. Biður þann sem þetta skrifar að fara inn á vefsíðuna Wikipedia. Biður mig að slá inn í leitardálkinn hvaða hugtak sem mér dettur í hug og þá birtist á skjánum einhver þeirra milljóna greina sem eru á ensku á vefsíðunni.

Í þessum greinum eru einhverjir milljarðar orða, enda rúmlega 1.100 orð í hverri grein að meðaltali.

„Veldu eitt orð úr greininni,“ segir maðurinn á línunni. „Ekki ofarlega heldur orð einhvers staðar inni í miðri grein. Ekki velja stutt orð.“

Hve miklar líkur eru á að Ísraelinn geti, í fyrsta lagi, sagt til um hvaða hugtak Íslendingurinn ákvað að slá inn og í annan stað, hvaða orð ég ákvað að velja úr textanum?

Það skal upplýst að hann bað mig um að gefa sér upp fyrsta stafinn í orðinu. Hugsaði sig svo um í stutta stund og spurði hvort ég hefði möguleika valið orðið recognition?

Hvort ég hafði...

„Þú hefur gaman af íþróttum, fótbolta og fleiru,“ segir Suchard og upplýsir mig svo um að ég hafi slegið inn orðið Sport til að byrja með.

Hvað gat ég annað en skellt upp úr? Þetta er ótrúlegur fjandi. Engar upplýsingar eru um mig á Wikipedia! Er mögulegt að hann geti kafað niður í innstu hugarfylgsni fólks?

Þannig er hann auglýstur.

Rætt er við Lior Suchard í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant