„Ég myndi búa mig undir allt“

Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum eru búnar að taka yfir litla sviðið …
Stelpurnar í Reykjavíkurdætrum eru búnar að taka yfir litla sviðið í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Borgarleikhúsið

Reykjavíkurdætur stíga inn á nýtt svið í kvöld þegar þær frumsýna verkið RVKDTR - THE SOW í samstarfi við Borgarleikhúsið klukkan 20.00. En stelpurnar í Reykjavíkurdætrum eru þekktari fyrir að rappa en að leika.

Stelpurnar leggja mikið upp úr textasmíð sinni og vekja athygli fyrir framkomu sína og því er kannski ekki skrítið að þær fóru í samstarf við Borgarleikhúsið. Í verkinu sem er sýnt á litla sviðinu eru lög sveitarinnar tengd saman með leikþáttum. 

Sýningin er full af ádeilu tengdri málefnum sem standa stelpunum nærri, og er sýningin bæði einlæg og hörð. „Ég myndi búa mig undir allt. Ég held að þetta verði ótrúlega góð skemmtun og þeir mega eiga von á öllu.“ segir Þura Stína Reykjavíkudóttir aðspurð hverju áhorfendur eigi von á. „Það er búið að vera mjög mikið álag, en það er búið að ganga sjúklega vel og við erum mjög spenntar og ótrúlega stoltar af sýningunni,“ segir hún.

Eftir mikið álag að undanförnu er loksins komið frumsýningunni og ætlar Þura Stína að nýta daginn fram að sýningu vel. „Ég ætla að byrja á því að fara í sund, svo ætla ég að borða eitthvað geggjað gott og svo ætla ég að hita mig upp og vera 120% tilbúin,“ segir Þura sem hefur einnig planað tímann eftir frumsýningu í kvöld. „Þá ætla ég að skála með öllum snillingunum sem ég er að vinna með og fara svo heim að sofa.“

Reykjarvíkurdætur eru með harða og einlæga sýningu í Borgarleikhúsinu.
Reykjarvíkurdætur eru með harða og einlæga sýningu í Borgarleikhúsinu. ljósmynd/Borgarleikhúsið
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant